Fylkir vann gullverðlaunahafana

Fylkir fór með sigur af hólmi í síðasta leik sínum í 1. deild Íslandsmótsins í blaki gegn taplausu liði Hrunamanna fram að því. Úrslitin urðu 3-2 og hrinurnar fóru 25-17, 25-19, 22-25, 21-25, 15-12. Fylkir hreppti þriðja sæti deildarinnar og er með 18 stig. Í öðru sæti eru HK B með 25 stig en Hrunamenn eru í fyrsta sæti með 26 stig og tóku þeir við gullinu eftir leikinn í gærkvöldi.

Blak-kk-1.deild

Villa
  • Error loading feed data