Sumarnámskeið Fylkis

Fylkir mun bjóða uppá fjölbreytt úrval námskeiða í sumar. Strandblak, fótbolti, handbolti, fimleikar og parkour er það sem í boði verður og er skráning hafin á heimasíðu félagsins.

Fjóla og Máni íþróttafólk Fylkis

Vali á íþróttakonu og íþróttakarli Fylkis 2016 var tilkynnt á fimmtíu ára afmæli félagsins 28.maí síðastliðinn.   Íþróttakona Fylkis er Fjóla Rún Þorsteinsdóttir (fimleikum) og íþróttakarl Fylkis er Máni Karl Guðmundsson (karate) en þau stóðu sig frábærlega á árinu 2016 og eru í fremstu röð í sinni íþróttagrein. Auk þeirra voru tilnefnd Eva Núra Abrahamsdóttir (fótbolti), Katrín Ingunn Björnsdóttir (karate), Natalia Gomzina (blak), Thea Imani Sturludóttir (handbolti), Andrés Már Jóhannesson (fótbolti) og Sergej Diatlovic (blak).

 

fjola og mani

Aðalfundur Íþróttafélagsins Fylkis.

Mánudaginn 29. maí 2017 kl. 19:30 er boðað til aðalfundar Íþróttafélagsins Fylkis í samkomusal Fylkishallar.

Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundastörf samkvæmt 10. gr. laga Íþróttafélagsins Fylkis.
Önnur mál.


Aðalstjórn Fylkis.

 

50 ára afmælishlaup Fylkis

Á afmælisdegi félagsins sunnudaginn 28.maí verður hið fornfræga Árbæjarhlaup endurvakið með stæl.  Tilvalið fyrir alla fjölskylduna að hlaupa þetta 837 metra langa hlaup niður Rofabæinn.

 

hlaup