Umferðarátak við mannvirki Fylkis

Kæru bílstjórar í Fylki.

Starfsfólk Fylkis vill auka samstarf við alla þá sem sækja þjónustu í Fylkishöll með það að markmiði að tryggja öryggi gangandi vegfarenda. Nokkuð hefur borið á því að frístundarúta er í vandræðum við Fylkishöll vegna bifreiða sem lagt er eða hafa stöðvað í hringtorgi. Þeir sem ætla að stöðva bifreið eða leggja eru vinsamlegast beðin um að nýta sér bílastæði í nágrenni mannvirkja en bílastæðin eru um 180 á svæði Fylkis og Árbæjarlaugar.

hringtorg

 

 

Leið 1 fyrir börn 11 ára og eldri.

Ökumenn aka sem leið liggur í gegnum hringtorg við Árbæjarlaug og hleypa börnum úr bifreið í hringtorginu:

born11araeldri

 

 

Leið 2 fyrir börn að 10 ára aldri.

Ökumenn aka sem leið liggur í gegnum hringtorg við afgreiðslu Fylkishallar:

 

bornad10araaldri

 

Lokaleikur, Síldarveisla og Fylkisball!!

Á laugardaginn er síðasti leikur tímabilsins í pepsideild karla.  Fylkir tekur þá á móti Íslandsmeisturum FH á Fylkisvelli og byrjar leikurinn kl. 14:00.  Fyrir leik er hin árlega Síldarveisla fyrir stuðningsmenn kl.12:00 í Fylkishöll, allir velkomnir.  Síðan er Lokaballið um kvöldið.  Áfram Fylkir !!

Fylkir - FH Olísdeild kvenna

Núna á laugardaginn er fyrsti heimaleikur hjá stelpunum en þá taka þær á móti FH. Stelpurnar eru staðráðnar að sýna sitt rétta andlit í þessum leik og ná í 2 stig.
Við viljum hvetja fólk til þess að fjölmenna á leikinn og gera Fylkishöllina að alvöru heimavelli !!!

Fylkir - FH olísdeild

Týnd vespa!

Þessi vespa hefur verið fyrir utan Fylkishöll í nokkra daga.  Eigandinn er vinsamlegast beðinn um að snúa sér til skrifstofu Fylkis.

Vetrarstarf Fylkis

Vetrarstarf handknattleiksdeildar og blakdeildar hefst 1.september. Starf fimleikadeildar og karatedeildar Fylkis hefst 7.september. Stundatöflur í fimleikum verða gefnar út í vikunni 1.-5. sept. Nýtt tímabil hjá knattspyrnudeildinni hefst 15. september.  Frístundastrætó Fylkiis byrjar að ganga 1. september. Allir sem nota strætóinn verða að vera skráð......