Lokaleikur, Síldarveisla og Fylkisball!!

Á laugardaginn er síðasti leikur tímabilsins í pepsideild karla.  Fylkir tekur þá á móti Íslandsmeisturum FH á Fylkisvelli og byrjar leikurinn kl. 14:00.  Fyrir leik er hin árlega Síldarveisla fyrir stuðningsmenn kl.12:00 í Fylkishöll, allir velkomnir.  Síðan er Lokaballið um kvöldið.  Áfram Fylkir !!

Fylkir - FH Olísdeild kvenna

Núna á laugardaginn er fyrsti heimaleikur hjá stelpunum en þá taka þær á móti FH. Stelpurnar eru staðráðnar að sýna sitt rétta andlit í þessum leik og ná í 2 stig.
Við viljum hvetja fólk til þess að fjölmenna á leikinn og gera Fylkishöllina að alvöru heimavelli !!!

Fylkir - FH olísdeild

Týnd vespa!

Þessi vespa hefur verið fyrir utan Fylkishöll í nokkra daga.  Eigandinn er vinsamlegast beðinn um að snúa sér til skrifstofu Fylkis.

Vetrarstarf Fylkis

Vetrarstarf handknattleiksdeildar og blakdeildar hefst 1.september. Starf fimleikadeildar og karatedeildar Fylkis hefst 7.september. Stundatöflur í fimleikum verða gefnar út í vikunni 1.-5. sept. Nýtt tímabil hjá knattspyrnudeildinni hefst 15. september.  Frístundastrætó Fylkiis byrjar að ganga 1. september. Allir sem nota strætóinn verða að vera skráð......

Skrifstofur Fylkishallar og Fylkissels eru lokaðar 16. og 17. október

Kæru Fylkisfélagar

Fimmtudaginn 16. október og föstudaginn 17. október verða skrifstofur Fylkishallar og Fylkissels lokaðar vegna starfsdaga hjá starfsfólki Fylkis. Við vonumst til að þetta valdi sem minnstum truflunum. Lágmarksmönnum verður á vöktum á báðum stöðum og vonumst við til að félagsmenn sýni okkur þolinmæði vegna þessa.