Vetrarstarf Fylkis byrjar 1. september

Vetrardagskrá Fylkis mun hefjast 1. september í öllum deildum nema í fótboltanum en þar verða flokkaskiptin 15.september og þá tekur vetrartaflan strax gildi.  Hægt er að sjá æfingatöflur deildanna inni á síðunni og svo verður hægt að ganga frá skráningu og greiðslu inni á síðunni um leið og vetrarstarfið byrjar frá og með 1. september.  Frístundavagn Fylkis mun byrja að ganga frá 1. september samkvæmt þeirri dagskrá sem er á heimasíðunni.  Allir sem nýta sér vagninn verða að merkja við það þegar gengið er frá skráningu og greiðslu í starfið.

Golfmót Fylkis

Sunnudaginn 10. ágúst verður haldið Golfmót Fylkis. Mótið fer fram á golfvelli Golfklúbbs Þorlákshafnar og verður ræst út á öllum teigum samtímis kl. 10:00. Verð á mótinu eru 4.000 kr. Fyrirkomulag mótsins er Texas scramble.

Bréf til hverfisbúa

 

Neðanritað er bréf sem íþróttafélagið sendi öllum hverfisbúum 

Kæri Árbæingur!

Íþróttafélagið Fylkir stendur nú á ákveðnum tímamótum þar sem undanþága til keppni meistaraflokka félagsins í knattspyrnu á heimavelli Fylkis er runnin út nema bætt verði áhorfendaaðstaða félagsins.  Reglur KSÍ gera kröfur um að þeir vellir sem spilað verður á uppfylli kröfur sambandsins um aðstöðu en það þýðir að byggja þarf yfirbyggða áhorfendastúku með salernum, skyndihjálp og aðstöðu fyrir fréttamenn ofl.

Happdrætti!

Þrjár deildir félagsins, blakið, handboltinn og fótboltinn, hafa sett í gang veglegt páskahappdrætti og verða miðar til sölu núna næstu daga. Dregið verður miðvikudaginn 16. apríl. 

Yfir 300 vinningar eru í boði!  Fyrsti vinningur er 47" sjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni að verðmæti 250 þúsund, annar vinningur stórt og veglegt Berghoff grill frá Takk að verðmæti 191 þúsund, svo koma þrír vinningar á 100 þúsund sem eru ferðavinningur frá Vita ferðum, 39" sjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni og 29" reiðhjól frá Erninum. Fjöldi annarra glæsilegra vinninga - heildarskrá yfir vinninga má nálgast hér!

Kaupið endilega miða og styrkið með því starfið í þessum deildum og um leið þá iðkendur sem eru að selja!