Iveta og Ólafur íþróttafólk Fylkis 2017

Kjör á íþróttakonu og íþróttakarli Fylkis var kunngjört í áramótakaffi félagsins í Fylkishöll í dag. 

Íþróttakona Fylkis 2017 er Iveta Ivanova (Karate).

Iveta er í 54. sæti á heimslista í sínum flokki. Hún náði frábærum árangri á árinu og má þar ma.

nefna: 1. sæti á Reykjavíkurleikunum, 1. sæti á Smáþjóðaleikunum og 1. sæti á  Íslandsmeistarmóti.

Karatesamband Íslands útnefndi svo Ivetu karatekonu ársins 2017

Íþróttakarl fylkis 2017 er Ólafur Engilbert Árnason (Karate).

Ólafur er í  35. Sæti á heimslistanum  í sínum flokki og náði frábærum árangi bæði á mótum innanlands og erlendis.  

Hann varð m.a. í 1. sæti á Reykjavíkurleikunum,  2. Sæti á NM ( Norðurlandameistarmót ), 1. sæti á Álaborg open og 2. sæti á Smáþjóðaleikunum.  

Fylkir 2018

Samkomulag um uppbyggingu hjá Fylki

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Gíslason formaður Fylkis undirrita í dag kl. 15.00 samkomulag um uppbyggingu hjá Fylki.  Skrifað verður undir á aðalvelli Fylkis við Fylkisveg. 

 

Frístundavagn Fylkis fer í jólafrí 16.desember

Frístundavagn Fylkis sem gengur alla virka daga fer í jólarí 16.desember og byrjar svo aftur mánudaginn 8.janúar.  Þau sem eru ekki skráð í allan vetur verða að skrá sig í gegnum skráningarkerfi félagsins og svo sækja kort í Fylkishöll/Fylkissel til að sýna í vagninum.  

Kvöldstarfsmaður óskast !

Íþróttafélagið Fylkir auglýsir eftir starfsmanni til að taka kvöldvaktir í Fylkishöll.  Viðkomandi þarf að vera orðinn 18 ára, duglegur og með góða þjónustulund.

Frekari  upplýsingar veitir Hörður Guðjónsson í síma 861-3317 eða netfangið  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.