Reglur um veitingu Heiðursmerkja Fylkis

  

Silfurmerki;

-er veitt fyrir starf og / eða keppni í þágu félagsins. Má einnig veita velunnara félagsins eða hverjum þeim er aðalstjórn telur þess verðan.

 

Gullmerki;

-er veitt fyrir áratuga starf og / eða keppni í þágu félagsins.

 

Fylkiskross er æðsta heiðursmerki félagsins og er veitt;

        Fylgir útnefningu heiðursfélaga.

        Fyrir frábært og gifturíkt starf í þágu félagsins.

        Merkið mega bera mest 20 manns í senn.

        Tilnefning skal hljóta einróma samþykki fullskipaðs aðalstjórnarfundar.

 

 

Þeir sem hljóta Heiðursmerki Fylkis skulu einir hafa rétt til að bera það og er þeim ekki heimilt að láta það ef hendi.

 

Ritari Aðalstjórnar hverju sinni skal varðveita heiðursmerki félagsins og halda nákvæma skrá yfir þá aðila sem þau bera.

 

 

 

 

 

 

Villa
  • Error loading feed data