Árskort 2019

Kæra Fylkisfólk.

Ég vil, fh stjórnar KND og ráða deildarinnar þakka stuðningsfólki og styrktaraðilum fyrir ómetanlegan stuðning á síðustu árum. 
Árið 2019 spila bæði liðin okkar á meðal þeirra bestu í PepsiMax deildum Íslandsmótsins.
Við setjum markið hátt og teljum félagið okkar eiga heima á meðal þeirra bestu.
Undanfarin ár hefur fjárhagsrammi meistaraflokksráða félagsins verið langtum minni en þeirra liða sem við berum okkur saman við. Við höfum vandað okkur við rekstur félagsins og munum halda því áfram. Það er aftur á móti ljóst að ef okkur á að takast að keppa á sanngjörnum samkeppnisgrunni við bestu lið landsins þá verðum við að auka tekjur félagsins.
Á sama tíma og við greinum þessa auknu þörf til tekjuöflunar horfum við fram á að sífellt erfiðara er að fá fyrirtæki í samstarf.
Okkur langar að mynda sterka og öfluga framvarðasveit Fylkisfólks, sem tekur höndum saman og aðstoðar okkur við rekstur deildarinnar. Þannig getum við í sameiningu eflt starf okkar góða félags enn betur. Með mánaðarlegum eða árlegum fjárframlögum höfum við ríkara tækifæri til að halda úti sterkum liðum í efstu deild og leyft okkur að setja markið hátt. Við hvetjum stuðningsfólk til að kaupa árskort og mælum sérstaklega með Árbæjarins besti stuðningsmaður.

Við treystum því á ykkar stuðning, hann skiptir okkur öllu máli.

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir formaður knattspyrnudeildar Fylkis.

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Hægt að kaupa árskort inn á heimasíðu félagins (hægra megin) :
https://fylkir.felog.is/ 

Fylkir og OLÍS í samstarf.

Fylkir og OLÍS í samstarf.

Knattspyrnudeild Fylkis hefur skrifað undir samstarfssamning við OLÍS.
Það er mikil ánægja hjá félaginu að fara í samstaf með öflugu fyrirtæki eins og OLÍS.

OLÍS er með tvær stöðvar í hverfinu okkar, eina bestu þjónustustöð landsins sem er á Norðlingabraut og svo er ÓB stöð á Bíldshöfða.

Við vonumst eftir að okkar félagsmenn versli við OLÍS.

Næstu daga munum við kynna fyrir Fylkisfólki OLÍS lykil sem inniheldur afslátt af bensíni og vörum frá þeim.

Áfram Fylkir – Áfram OLÍS

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Tristan Koskor í Fylki

Sóknarmaðurinn Tristan Koskor frá Eistlandi hefur gert samning við Fylki út tímabilið 2019.

Tristan er 23 ára gamall, hefur spilað með yngri landsliðum Eistlands og spilaði sýna fyrstu tvo A-landsleiki í janúar á þessu ári, þar af var annar þeirra í 0-0 jafntefli gegn Íslandi.

Á síðasta ári spilaði hann 36 leiki í efstu deild í heimalandi sínu og skoraði 21 mark.

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Vinningsmiðar - Happdrætti 3. flokka drenga og stúlkna Fylkis í knattspyrnu 2019

 

Happdrætti 3. flokka drenga og stúlkna Fylkis í knattspyrnu 2019
VINNINGUR VINNINGSMIÐI
iPhone XR 64GB 923
Gisting á Hótel Sögu fyrir tvo í Superior herbergi m. morgunverð 861
Garmin Activity Tracker heilsuúr 386
Golfhringur hjá GKG fyrir tvo 241
Garmin VivoFit heilsuúr fyrir krakka 586
Babyliss PRO hárblásari 732
LG Bluetooth Hátalari 1016
Bóntaska frá Maguiars 1054
Gjafabréf í Þjóðleikhúsið 389
Gjafabréf í Þjóðleikhúsið 903
Veggspegill 50 cm 761
IcelandAir gjafabréf 775
Listaverk eftir Edwin Kaaber (32cm x 23cm) 123
Mathús Garðabæjar gjafabréf  237
PEP flugeldar gjafabréf 981
Babyliss men Skeggsnyrtir 649
Landsliðstreyja Íslands 462
Landsliðstreyja Íslands 413
Blue Lagoon Spa Fótsnyrting 908
Profi Cook boost blandari 1066
Chef Sommelier rauðvínsglös, karafla og svunta 1057
SONY Extra bass hátalari 533
Gjafasett frá Laura Ashley 1042
Gjafasett frá Laura Ashley 737
Handklæðasett frá Geysi  570
Handklæðasett frá Geysi  534
Sekonda dömuúr  952
Sekonda herraúr  99
SONY Extra bass heyrnatól 646
Hreinsiefni  fyrir bílinn 259
Hreinsiefni  fyrir bílinn 967
Hárgreiðsla hjá Snyrtistofunni Grand 776
JBL Bluetooth heyrnatól 638
JBL Bluetooth heyrnatól 518
Morgunverður fyrir tvo í Súlnasal 896
Skalli Hraunbæ gjafabréf Fjölskyldutilboð 723
Skalli Hraunbæ gjafabréf Fjölskyldutilboð 951
Ávaxtakarfa frá Bananar ehf. 954
Ávaxtakarfa frá Bananar ehf. 1098
Ávaxtakarfa frá Bananar ehf. 430
Púði og húsilmur frá Blómabúðinni Runna 230
Púði og húsilmur frá Blómabúðinni Runna 33
Subway Gjafamiðar 118
Subway Gjafamiðar 141
Hipstur Mathöll gjafabréf 547
Snyrtistofa Grafarvogs, litun og plokkun 1181
Gjafabréf í Smáralind 457
Gjafabréf í Smáralind 1139
Gjafabréf í Sportvörur 590
Gjafabréf í Sportvörur 1084
Gjafakarfa frá SS 296
Gjafakarfa frá SS 473
Gjafabréf á O'learys 631
Gjafabréf Fóðurvagninn  543
Sambíó og Eldsmiðjan gjafabréf 1196
Gjafabréf Tvö líf 1007
Gjafabréf Sambíó og Eldsmiðjan 947
Skalli Hraunbæ gjafabréf Pizza tilboð Nr 4 580
Skalli Hraunbæ gjafabréf Pizza tilboð Nr 4 886
Gjafabréf fyrir 2 á Reykjavik Fish 110
Cintamani húfa 565
Cintamani húfa 944
Cintamani húfa 636

 

Fylkir og Íslandsbanki áfram í samstarfi.

Fylkir og Íslandsbanki áfram í samstarfi.

Knattspyrnudeild Fylkis skrifaði í dag undir áframhaldandi samstarfssamning við Íslandsbanka en þessir aðilar hafa átt gott samstarf mörg síðustu ár. Íslandsbanki verður einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnudeildar.

Íslandsbanki er með útibú á Höfðabakkanum, í hverfi 110 og vonum við svo sannarlega að félagsmenn nýti sé þjónustu Íslandsbanka. Verslum í heimabyggð.

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA


Villa
  • Error loading feed data