Dómararáð

Það hefur verið stofnað dómararáð hjá knattspyrnudeild Fylkis.
Þeir sem hafa náð hvað lengst í dómgæslu á vegum félagsins tóku vel í að koma að þessu verkefni og vilja endilega leggja sitt að mörkum.
Dómararáð Fylkis
Jón Magnus Guðjónsson formaður
Viðar Helgason
Gylfi Tryggvason
Ingvar Guðfinnsson
Þorvaldur Árnason
Markmið og hlutverk dómararáðs:
-Móta stefnu félagsins í dómaramálum
-Styðja við unga dómara
-Halda utan um hóp efnilegra dómara
-Bæta umhverfi dómara félagsins = fara í gegnum það regluverk sem er til staðar því til stuðnings, auka fræðslu ofl.
-Vera með fræðslu fyrir dómara
Við erum stolt af þessu framtaki hjá Fylki.
FYLKIR - ÁRBÆJARINS BESTA
PS ef einhver þarna úti hefur áhuga að koma að dæma fyrir Fylki eða koma að dómaramálum þá endilega verið í sambandi.

Knattspyrnudeild Fylkis auglýsir eftir þjálfurum

Knattspyrnudeild Fylkis óskar eftir að ráða þjálfara í þrjá af yngri kvennaflokkum deildarinnar á núverandi tímabili. Umsóknir skulu sendar á Tómas Inga Tómasson yfirþjálfara knattspyrnudeildar á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Í umsókn skal taka fram reynslu við þjálfun, menntun og annað sem viðkomandi vill taka fram til að sýna fram á þekkingu hans og hæfni. 

Ungir leikmenn að semja í fótboltanum.

Í gær skrifuðu sex ungir leikmenn undir samninga við knattspyrnudeild Fylkis.

Allir samningarnir eru út tímabilið 2020.

Leikmennirnir eru:
Benedikt Daríus Garðarsson fæddur 1999
Daníel Steinar Kjartansson fæddur 1998
Hlynur Magnússon fæddur 1998
Nikulás Ingi Björnsson fæddur 1998
Magnús Ólíver Axelsson fæddur 1998
Natan Hjaltalín fæddur 1998

Við óskum drengjunum til hamingju með samningana.

FYLKIR – ÁRBÆJARINS BESTA