Reynir hættir hjá Fylki

Reynir Leósson hefur látið af stöfum sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Reynir óskaði eftir því að láta af stöfum nú um helgina en fyrir hann liggur ný áskorun á hans þjálfaraferli. Reynir var ráðinn í þjálfarateymi Fylkis fyrir síðasta tímabil ásamt Ásmundi Arnarssyni og kláraði tímabilið síðan með Hermanni Hreiðarssyni sem tók við af þeim fyrrnefnda um mitt sumar. Leit Fylkis að eftirmanni hans er hafin.

Knattspyrnudeild Fylkis þakkar Reyni fyrir gott starf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Fylkir á vonandi eftir að njóta aftur starfskrafta hans í framtíðinni.

 

Andrés Már Jóhannesson skrifaði undir þriggja ára samning við Fylki.

Andrés er uppalinn Fylkismaður og á að baki 220 leiki fyrir félagið. Hann hefur leikið 137 leiki fyrir Fylki í efstu deild, þann fyrsta árið 2005. Andrés gekk til liðs við Haugesund í Noregi haustið 2011 eftir að hafa spilað frábærlega með Fylki. Hann lék 17 deildarleiki með Haugesund árin 2011 og 2012, en lenti í erfiðum meiðslum og lék ekkert með liðinu árið 2013. Hann var síðan lánaður til Fylkis seinni hluta tímabils árið 2013 þar sem hann lék 10 deildarleiki og skoraði 4 mörk og var einn besti leikmaður liðsins.  Skömmu fyrir tímabilið 2014 gekk Andrés aftur til Fylkismanna og hefur verið mikilvægur hlekkur í liðinu síðan þá. 

Þá hefur Andrés leikið 11 leiki með U-21 árs landsliðinu og 3 leiki fyir U-19 ára landsliðið. 

Knattspyrnudeild Fylkis fagnar þessum frábæru tíðindum enda Andrés einn lykilmanna liðsins, afar fjölhæfur og reynslumikill leikmaður sem getur leyst flestar stöður á vellinum.

Uppskera á sunnudaginn

Uppskeruhátíð yngri flokka Fylkis verður haldin næstkomandi sunnudag 11.10. Í ár verður hátíðin tvískipt, yngri, fædd 2005-2010, mæta kl. 13 en eldri, fædd 1999-2004, mæta kl. 14:30.

 

Coerver námskeið á Fylkisvelli

Knattspyrnuskóli Coerver Coaching verður á Fylkisvelli helgina 16.-18. október. Knattspyrnudeild Fylkis, barna og unglingaráð og Coerver coaching bjóða uppá helgarnámskeið fyrir iðkendur knattspyrnudeildar Fylkis. Námskeiðið er áframhald á góðu samstarfi sem hófst fyrir ári síðan og eykur fjölbreytileika fyrir iðkendur Fylkis. Námskeiðið er gríðarlega metnaðarfullt og skemtilegt og hvetjum við alla krakka til að láta sjá sig. Tómas Ingi Tómasson yfirþjálfari drengja og Jakob Leó Bjarnason yfirþjálfari stúlkna verða viðstaddir og aðstoða ásamt fleiri þjálfurum yngri flokka Fylkis.

Námskeiðið er fyrir alla drengi og stúlkur í 3.-6. flokki.

Coerver Coaching er æfinga og kennsluáætlun í knattspyrnu sem hentar öllum aldurshópum, en sérstaklega aldrinum 8-16 ára á öllum getustigum.

Aðalmarkmið Coerver Coaching:
Er að þjálfa færni, sjálfstraust og sköpunargleði hjá leikmönnum.
Gera leikinn skemmtilegan í æfingum og leik.
Kenna góðan íþróttaanda og virðingu fyrir allt og öllu.
Virða sigur en ekki meir en gott hugarfar og frammistöðu.
Bjóða upp á öruggt og lærdómsríkt umhverfi sem mætir best þjálfunarmarkmiðunum.

Yfirþjálfari og framkvæmdastjóri Coerver Coaching á Íslandi er Heiðar Birnir Torleifsson s. 659-5700 og póstfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Dagskrá - Æfingar
Iðkendur (2005-2007) Fös kl. 16.00-17.15 Lau og Sun kl. 09.00-12.00
Iðkendur (2000-2004) Fös kl. 17.45-19.00 Lau og Sun kl. 13.00-16.00

Verð kr. 12.500 + 10% systkina afsláttur
*Iðkendur fá Coerver Coaching treyju frá Adidas

Skráning er hafin hér http://coerver.is/shop/Knattspyrnuskoli og einnig á póstfanginu This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Söfnun fyrir dætur Þorsteins

Næstkomandi laugardag, 10. október ætla 3. flokkur karla og 3. flokkur kvenna hjá Fylki að standa fyrir áheitasöfnum með því að spila fótbolta í 12 klukkustundir, frá kl. 12 á hádegi til miðnættis. Flokkarnir ætla að safna peningum til styrktar ungum dætrum fyrrverandi þjálfara þeirra, Þorsteins E. Þorsteinssonar, sem lést eftir stutt veikindi þann 8. júní sl. Allir þeir sem vilja er velkomið að koma og horfa á eða taka þátt og spila með krökkunum.  Spilað verður á Fylkisvelli til kl. 18 en þá verður farið inn í Fylkishöll.

Þeir sem vilja minnast Þorsteins og styðja við dætur hans geta lagt inn á reikningsnúmer 0535-26-500305, kennitala 571083-0199.


Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Fylkis

Síldarveisla 2015

Knattspyrnudeild Fylkis vill færa Sigrúnu, Kollu, Guðnýju og Öldu bestu þakkir fyrir frábæra Síldarveislu laugardaginn 3. október. Fjölmargir gestir lögðu leið sína í Fylkishöllina og var mikil gleði með frábært hlaðborð sem þær stöllur báru fram.

Á myndinni eru Sigrún, Kolla, Guðný og Alda.


Villa
  • Error loading feed data