Ný stjórn knattspyrnudeildar Fylkis

Ny stjórn knattspyrnudeildar Fylkis var kjörin á aðalfundi deildarinnar fimmtudaginn 25.október 2018.  Ný stjórn er skipuð þeim Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttir, Stefaníu Guðjónsdóttir, Þórði Gíslasyni, Sigfúsi Kárasyni og Arnari Þóri Jónssyni. Stefanía og Arnar koma ný inn í stjórnina. Kolbrún var svo kjörin formaður knattspyrnudeildar Fylkis.  Þorvarður Lárusson og Unnur Gylfadóttir láta af störfum og er þeim þökkuð frábær störf fyrir félagið.

stjórn knd2

SÍLDARVEISLA 2018

Á næsta laugardag er ykkur öllum boðið í Síldarveisluna.

Mætum öll í ORANGE, fáum okkur Síld og förum saman á völlinn.

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

 

 

FRÍAR RÚTUFERÐIR - Mætum í ORANGE

FRÍTT Í RÚTU OG Á VÖLLINN Á MORGUN 
Fylkir í samstarfi við Skybus ætla að bjóða upp á fríar rútuferðir á leikinn á morgun. 
Það er líka frítt á leikinn.  
Það mun 39 sæta rúta fara frá planinu við Blástein/Skalla kl 13:20 og svo aftur upp í Árbæ eftir leik. Ferðumst saman á leikinn og mætum öll í ORANGE.
13:20 Brottför frá Blástein/Skalla plani
14:00 KR - Fylkir 
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Villa
  • Error loading feed data