Orri Hrafn og Ólafur Kristófer byrjuðu með U-16 á móti Eistlandi

Orri Hrafn og Ólafur Kristófer byrjuðu með U-16 á móti Eistlandi

Okkar menn Orri Hrafn Kjartansson og Ólafur Kristófer Helgason byrjuðu báðir í fyrsta leik í 
UEFA Development Tournament í Eistlandi og gerðu sér lítið fyrir og unnu heimamenn 2-1.
Orri Hrafn skoraði fyrsta mark Íslands.
Óskum við þeim til hamingju með fyrsta landsleikinn.

Næsti leikur gegn Litháen á fimmtudaginn

Vinningsúmer í Happdrættir 3.karla

Dregið var úr seldum miðum hjá Sýslumanni í gær í Happdrætti 3.flokk karla í knattspyrnu.  Hér má sjá vinningsnúmerin (birt með fyrirvara um innsláttarvillur)................

3.fl. Fylkis vinningaskrá

Ársþing KSÍ

Við hjá Fylki erum ótrúlega stolt af frábæra félaginu okkar. Félagið fékk verlðlaun á ársþingi KSÍ um helgina fyrir vel unnin störf og góða framkomu.

Verðlaunin:
• Á 72. ársþingi KSÍ voru veittar viðurkenningar fyrir háttvísi í deildarkeppni. Dragostytturnar eru veittar í Pepsi-deild karla og Inkasso deildinni en sérstök háttvísiverðlaun í öðrum deildum.
Pepsi-deild kvenna - Kvennabikarinn: Fylkir

• Dragostyttur: 
Inkasso deild karla: Fylkir og Fram

• Fylkir hlýtur Dómaraverðlaun KSÍ
Fylkir hefur verið með öflugt dómarastarf í gegnum tíðina
Dómaraverðlaunun í ár hlýtur Fylkir fyrir öflugt dómarastarf í gegnum tíðina. Ásamt því að sinna vel málaflokknum í þeim leikjum sem félagið ber ábyrgð á að manna, hafa margir dómarar skilað sér frá Fylki inn í dómarahópinn sem starfar fyrir KSÍ. 
Á dögunum stofnaði Fylkir dómararáð sem í sitja núverandi og fyrrverandi landsdómarar. Markmið og hlutverk dómararáðs er eftirfandi: 
• Móta stefnu félagsins í dómaramálum 
• Styðja við unga dómara
• Halda utan um hóp efnilegra dómara
• Bæta umhverfi dómara félagsins 
• Vera með fræðslu fyrir dómara. 
Metnaðarfullt framtak sem önnur félög gætu tekið sér til fyrirmyndar og mun vonandi skila sér í enn öflugri dómurum í framtíðinni.

Á myndinni eru fulltrúar Fylkis á Ársþingi KSÍ
Þorvaldur Árnason Mfl,ráði kk
Kjartan Hrafn Kjartansson BUR
Halldór Steinsson Mfl,ráði kvk
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Stjórn KND