Hermann Hreiðarsson tekur við kvennaliði Fylkis.

Knattspyrnudeild Fylkis gerði fyrr í dag samning við Hermann Hreiðarsson um að taka við þjálfun á kvennaliði félagsins. Hermann á langan feril að baki sem leikmaður og spilaði á sínum tíma tæplega 500 leiki fyrir lið á Englandi, á að baki 89 leiki fyrir A landslið Íslands og var hann fyrirliði í 16 þeirra. Síðustu ár hefur hann komið að þjálfun, fyrst hjá ÍBV og nú síðast þjálfaði hann karlalið Fylkis.

Þá hefur Sigurður Þór Reynisson verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari, en hann og Kristbjörg Ingadóttir verða Hermanni til aðstoðar við þjálfun liðsins. Sigurður er uppalinn Fylkismaður en hann hefur þjálfað flesta af yngri flokkum félagins mörg síðustu ár. Kristbjörg hefur verið í þjálfarateymi liðsins frá síðasta sumri.

,,Við erum mjög ánægð með þessa ráðningu. Hermann er flottur þjálfari. Stemmning er eitt af því sem hann er þekktur fyrir og það mun vonandi hjálpa okkur í því verkefni að rétta við gengi liðsins, halda okkur í deild þeirra bestu og byggja upp lið til framtíðar" segir Halldór Steinsson formaður mfl.ráðs kvenna Fylkis


,,Þetta verður krefjandi verkefni en jafnframt spennandi og skemmtilegt. Ég er þakklátur fyrir tækifærið sem Fylkir er að veita mér. Félagið hefur ávallt staðið vel við bakið á mér. Ég þekki þá vel sem koma að félaginu, stjórnarmenn, leikmenn og stuðningsmenn. Nú er bara að vona að allt Fylkisfólk snúi bökum saman og geri allt til að mynda stemmningu til að hjálpa liðinu" segir Hermann Hreiðarsson nýr þjálfari kvennaliðs Fylkis.

Rosaleg vika framundan.

Kæra Fylkisfólk

Nú er tímabilið komið vel af stað á öllum stöðum, hjá meistaraflokkum og yngri liðum félagsins.
Sumarið fer ágætlega af stað hjá flestum flokkum. 
Kvennalið félagsins á mjög mikilvægan leik á miðvikudag í Grindavík og með sigri þar kemst liðið úr fallsæti. 
Leikurinn hefst kl 19:15 og vonandi fjölmennir Fylkisfólk til Grindavíkur. Þetta er síðasti leikur liðsins fyrir EM frí.

Karlalið félagsins fær svo FH í heimsókn í bikarkeppni KSÍ á fimmtudag kl 19:15. Sannkallaður stórleikur í Árbænum.

Fylkir ÁRBÆJARINS BESTA

NÆSTU LEIKIR MEISTARAFLOKKA FYLKIS
Mið. 28. jún 19:15 Pepsi-deild kvenna
Grindavíkurvöllur Grindavík - Fylkir

Fim. 29. jún 19:15 Borgunarbikar karla
Floridana völlurinn Fylkir - FH

Mán. 03. júl 19:15 Inkasso-deildin
Eimskipsvöllurinn Þróttur R. - Fylkir

Fös. 07. júl 19:15 Inkasso-deildin
Floridana völlurinn Fylkir - Haukar

Þri. 11. júl 19:15 Inkasso-deildin
Hertz völlurinn ÍR - Fylkir

Lau. 15. júl 14:00 Inkasso-deildin
Þórsvöllur Þór - Fylkir

 

Klárar Fylkisstelpur :)

Fylkisstelpurnar Anna Kolbrún Ólafsdóttir, Katrín Vala Zinovieva og Bryndís Arna Níelsdóttir sigruðu í keppninni um klárustu knattspyrnustelpurnar á Rás 2.
 

Keppninni lauk á dögunum en undanfarnar tvær vikur hafa þrjár fótboltastelpur úr 4. flokki allra liða í Pepsídeild kvenna mætt í heimsókn til Dodda, Sölku Sólar og Sóla Hólm í þáttinn Sumarmorgnar á Rás 2 og tekið þátt. Keppnin fólst í að stelpurnar héldu bolta á lofti og kepptu svo  í fótboltaspurningakeppni.

Bryndís Arna hélt boltanum á lofti hvorki meira né minna en 1349 sinnum og sló þar met sem KR-stúlkan Alma Mathiesen átti fyrir, en hún náði að halda boltanum 1077 sinnum. Í spurningakeppninni svöruðu Fylkisstelpurnar 9 spurningum rétt og sigruðu þar með keppnina með samtals 224 stig. Í öðru sæti voru KR-stelpur með 217 stig og í þriðja sæti lentu FH-stelpur með 174 stig.

Þess má geta að Bryndís Arna setti persónulegt met í keppninni en fram að þessu var metið hennar í að halda bolta rúmlega 800 sinnum á lofti. Hún sló það met svo sannarlega, því eins og áður sagði náði hún að halda honum á lofti 1349 sinnum.

Sigurliðið mætti í heimsókn á RÚV, Efstaleiti í dag og fékk landsliðstreyjur frá KSÍ. Til hamingju Fylkisstelpur!