Staða á framkvæmdum

Kæra Fylkisfólk

Nú eru framkvæmdir á nýjum gervigrasvelli í fullum gangi.
Því miður fór verkið seint af stað og kannski ekki alveg á þeim hraða sem vonast var eftir. 
Undanfarnar vikur hefur þó allt verið á fullu og nú er verið að leggja hitalagnirnar í völlinn og það er von allra sem koma að verkinu að hægt verði að byrja að leggja grasið strax í næstu viku. 
Þeir sem koma að því að leggja grasið sjálf þurfa um 2 vikur til að klára sitt verkefni. 
Áætlað verklok eru sem stendur 25 júlí.

Við viljum biðja alla félagsmenn afsökunar á þeim seinkunum sem nú þegar hafa orðið en því miður höfum við ekki mikil áhrif á hraða svona verkefnis, þetta er stórt og tímafrekt verkefni og allir eru að gera sitt besta.

Vonandi heldur fólk áfram að vera jákvætt en við vitum að þetta verður félaginu, leikmönnum, iðkendum og stuðningsmönnum til heilla mörg næstu ár.

Með Fylkiskveðju og ÁFRAM FYLKIR

Hörður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Fylkis

Næstu leikir í meistaraflokkum Fylkis

Næstu leikir í meistaraflokkum Fylkis

Fös. 29.06 kl 17:30 Mjólkurbikar kvenna Fylkisvöllur 
Fylkir - ÍBV

Sun. 01.07 kl 19:15 Pepsi-deild karla Extra völlurinn 
Fjölnir - Fylkir

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

FYLKISMENN AÐ GERA ÞAÐ GOTT Í RÚSSLANDI

Það er gaman að fylgjast með gangi mála í Rússlandi þessa dagana og enn skemmtilegra að sjá þrjá flotta fulltrúa Fylkis á svæðinu.
Ragnar Sigurðsson stóð sig frábærlega gegn Argentínu um helgina og mun klárlega gera áfram í næstu leikjum. Vonandi fær Ólafur Ingi Skúlason tækifæri í næstu leikjum en við vitum að hann er mikilvægur fyrir hópinn hvort sem það er innann vallar eða utan hans. Rúnar Pálmarsson sjúkraþjálfari mfl,karla hjá Fylki sér svo um að hafa leikmenn klára í leikina enda frábær í sínu fagi.
Við hjá Fylki erum stolt af okkar strákum í Rússlandi.
Áfram Fylkir – Áfram Ísland

 

Villa
  • Error loading feed data