ÁRSKORT 2017

SALA ÁRSKORTA 2017

Hægt er að kaupa kort í gegnum síðuna, sjá til hægri eða í afgreiðslu Fylkishallar.
Eins er hægt að hafa samband This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef einhverjar spurningar eru.

Würth á Íslandi ehf. í samstarf við knattspyrnudeild Fylkis.

 

Í síðustu viku skrifaði knattspyrnudeild Fylkis undir samstarfssamning við Würth á Íslandi ehf.Samningurinn er til tveggja ára.
Merki Würth mun vera framan á búningum meistaraflokks karla og kvenna næstu tvö árin. Nýir búningar frá JAKO verða kynntir næstu daga.
Það eru góð tíðindi að semja við jafn öflugt fyrirtæki og Würth á Íslandi, en fyrirtækið er nýlega búið að flytja höfuðstöðvar sínar í hverfið, nánar tiltekið að Norðlingabraut 8 í Norðlingaholti.

Við hvetjum félagsmenn og Árbæinga til að versla af Würth, enda gæða vörur.

 

Um Würth á Íslandi ehf.

Würth á Íslandi var stofnað árið 1988 og hefur nú þjónustað viðskiptavini sína í 29 ár. Würth samsteypan samanstendur af rúmlega 400 fyrirtækjum í 80 löndum með ríflega 72 þúsund starfsmenn. Würth á Íslandi ehf. einbeitti sér fyrst að þjónustu við bifreiðaverkstæði, en síðan við tré og málmiðnaðinn ásamt þjónustu við almennan iðnað.
Af 38 starfsmönnum eru 20 sölumönnum ásamt útibúum í Reykjavík, Hafnarfirði og á Akureyri. Würth einnig með eigin útkeyrslu frá Norðlingaholti og þjónustar viðskiptavini sína með velþjálfuðu starfsfólki. Heimsóknir sölumanna eru skipulagðar með vikulegu og eða mánaðarlegu millibili um allt land. Sölumenn undirbúum hverja heimsókn með tilliti til helstu söluvara ásamt kynningu á vöruhópum eins og efnavöru, slípi- og skurðarverkfærum, persónuhlífum, rafmagnsvörum, festingum eða verkfærum. Í hverri heimsókn einbeitir sölumenn Würth sér að heildarlausn fyrir hvern vöruhóp, auk þess að fara yfir helstu söluvörur. Würth á Íslandi ehf er með u.þ.b 10.000 af helstu vörunúmerum á lager sem eru seld hjá Würth fyrirtækjunum. Til að nálgast viðskiptavini sýna sem best vinnur Würth undir merkjum þess að “Fagfólk velur Würth” með einstakri þjónustu og faglegum lausnum í hverjum vöruhóp.


Áfram Fylkir – Áfram Würth

Á meðfylgjandi mynd eru þeir Haraldur Leifsson (til vinstri) framkvæmdarstjóri Würth og Hafsteinn Steinsson frá knattspyrnudeild Fylkis.