ENTERPRISE Rent-A-Car á Íslandi í samstarf við knattspyrnudeild Fylkis

Nýlega skrifaði knattspyrnudeild Fylkis undir tveggja ára samstarfssamning við bílaleiguna Enterprise. Enterprise mun vera einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnudeildar.  Vörumerki bílaleigurnar mun vera aftan á búningum meistaraflokka félagsins og eins munu auglýsingar prýða keppnisvöll félagsins.

,, Þetta eru góða fréttir fyrir deildina enda Enterprise öflugt alþjóðlegt vörumerki sem er að koma sér fyrir á íslenskum markaði.  Við hvetjum Fylkisfólk til að versla við Enterprise," segir Þórður Gíslason formaður knattspyrnudeildar Fylkis.

,, Það er okkur sönn ánægja að fara í samstarf við Fylki enda frábært félag . Við vildum tengja okkur við félag eins og Fylki og við vonumst svo sannarlega eftir að samstarfið verði farsælt," segir Garðar Sævarsson hjá Enterprise Rent-A-Car. 

Stjarnan - Fylkir

ALLIR Á VÖLLINN

Þriðjudagur 20.júní
Samsungvöllurinn kl 19:15
Stjarnan - Fylkir

FYLKIR - ÁRBÆJARINS BESTA

Flottir Fylkismenn í landslið.

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Englandi í vináttulandsleik 10. Júní.

Tveir Fylkismenn voru valdir í verkefnið:
Aron Snær Friðriksson 
 Orri Sveinn Stefánsson

Til hamingju með valið og gangi ykkur vel.

FYLKIR – ÁRBÆJARINS BESTA

RÚTUFERÐ Í KVÖLD

ATH - NOKKUR LAUS SÆTI Í RÚTU.
FER KL 16.45 FRÁ FYLKISHÖLL.
VERÐ 2.000 (Koma með í peningum)
Skráning 897-9295

Minnum á bikarleikinn hjá strákunum í kvöld.

Víðir - Fylkir
kl 18.00
Nesfisk-völlurinn

FYLKIR - ÁRBÆJARINS BESTA