FYLKISMENN AÐ GERA ÞAÐ GOTT Í RÚSSLANDI

Það er gaman að fylgjast með gangi mála í Rússlandi þessa dagana og enn skemmtilegra að sjá þrjá flotta fulltrúa Fylkis á svæðinu.
Ragnar Sigurðsson stóð sig frábærlega gegn Argentínu um helgina og mun klárlega gera áfram í næstu leikjum. Vonandi fær Ólafur Ingi Skúlason tækifæri í næstu leikjum en við vitum að hann er mikilvægur fyrir hópinn hvort sem það er innann vallar eða utan hans. Rúnar Pálmarsson sjúkraþjálfari mfl,karla hjá Fylki sér svo um að hafa leikmenn klára í leikina enda frábær í sínu fagi.
Við hjá Fylki erum stolt af okkar strákum í Rússlandi.
Áfram Fylkir – Áfram Ísland

 

Kolbeinn til Brentford FC.

Fylkismaðurinn Kolbeinn Finnsson sem hefur verið atvinnumaður hjá FC Groningen undanfarin ár hefur samið við enska 1.deildar liðið Brentford FC.

Til hamingju Kolbeinn og gangi þér vel.

 


Villa
  • Error loading feed data