Fylkir er frábært félag - Takk fyrir okkur

Okkur langar að þakka öllum sem komu og tóku þátt í 50 ára afmælisveislu félagsins.
Þetta var frábær dagur og gaman að sjá allt þetta fólk sem lét sjá sig.
Árbæjarhlaupið gekk vel og er vonandi komið til að vera og fimleikasýningin var mögnuð.
Það voru örugglega vel yfir þúsund manns í húsinu þegar afmæliskaffið hófst.
Meistaraflokkur kvenna í fótboltanum náði því miður ekki að vinna sinn leik en það var fín mæting á völlin og margir nutu þess að fá sér pylsu í boði félagsins eftir leik.
Eftir pylsuveisluna þá var það Kórinn en þar sigruðu Strákarnir í fótboltanum HK sannfærandi 3-0.
Við viljum þakka öllum sjálfboðaliðum og starfsfólki félagins fyrir frábært starf í kringum afmælið.
Framtíð Fylkis er björt.
FYLKIR - ÁRBÆJARINS BESTA
Fylkiskveðja
Árni Jónsson

Og áfram höldum við...

Það er spilað þétt þessa daga hjá báðum meistaraflokkum félagsins.

Það hefur verið flott mæting á leikina í sumar bæði á heima og útivelli.

Dagskrá næstu dag:
Mið. 31. maí 18:00 Borgunarbikar karla Nesfisk-völlurinn Víðir - Fylkir

Fös. 02. jún 19:15 Borgunarbikar kvenna Sauðárkróksvöllur 
Tindastóll - Fylkir

Mán. 05. jún 18:00 Inkasso-deildin Floridana völlurinn 
Fylkir- Leiknir R.

Allir á völlinn - Áfram Fylkir

FYLKIR - ÁRBÆJARINS BESTA

STELPURNAR MEÐ LEIK Á NIÐVIKUDAG - FRÍAR RÚTUFERÐIR Í KÓRINN NÆSTU HELGI, SKRÁNING HAFIN

Fylkir verður 50 ára næsta sunnudag.

Það er leikir hjá stelpunum á móti KR á Floridanavellinum kl 14:00
Eftir leikinn verða grillaðar pylsur og svo er leikur hjá strákunum í Kórnum á móti HK kl 17:00
Félagið ásamt Skybus hefur ákveðið að bjóða upp á fríar rútuferðir í Kórinn og til baka eftir leik, ef skráning verður góð.

Ef þú hefur áhuga að fara með rútu frá Fylkishöll á sunnudaginn þá sendir þú póst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og bókar þig. Koma svo.....það væri frábært að mæta saman á völlinn.
Við látum svo vita tímanlega hvort við áhugi sé fyrir þessu hjá stuðningsmönnum.

En fyrst mætum við á völlinn á miðvikudag hjá stelpunum.
Fylkir - Haukar
Miðvikudagur kl 19:15

ORANGE úlpurnar eru komnar. Allir sem hafa pantað úlpu geta fengið afhenta hjá Haffa í Fylkishöll.

Þrír valdir í Reykjavíkurúrvalið

Daníel Hlynsson, Óskar Borgþórsson og Mikael G. Ólafsson leikmenn Fylkis hafa verið valdir í lokahóp Reykjavíkurúrvalsins til að keppa fyrir hönd Reykjavíkur í Norðurlandamóti höfuðborga dagana 28.maí – 2. Júní.

Þeir eru í hópi 15 drengja sem valdir hafa verið til að taka þátt fyrir hönd Reykjavíkur í  Norðurlandamóti höfuðborga dagana 28.maí – 2.júní en mótið fer fram í Osló.

Reykjavík mun senda lið í keppni knattspyrnu strákana en Íþróttabandalag Reykjavíkur heldur utan um verkefnið.

Þjálfari liðsins er Valdimar Stefánsson

Við óskum drengjunum til hamingju með valið og vitum að þeir verða stolt Fylkis á erlendri grundu.

myndoskarofl

BORGUNARBIKAR - ALLIR Á VÖLLINN

BORGUNARBIKARINN

Miðvikudagur 17.maí
Fylkir - Breiðablik

Floridanavöllurinn
kl 19:15
Burger og gos á frábæru verði.

ATH árskort gilda ekki á bikarleiki.

FYLKIR - ÁRBÆJARINS BESTA