Helgi Valur áfram í Fylki

Helgi Valur áfram í Fylki

Helgi Valur Daníelsson sem gekk aftur til liðs við Fylki í janúar í fyrra eftir mörg ár í atvinnumennsku mun spila áfram með félaginu. 
Sumarið 2018 spilaði Helgi 13 leiki í Pepsí deildinni.

Helgi á að baki 33 A landsleiki og hefur spilað erlendis með liðum eins og Peterborough, Oster, Elfsborg, Hansa Rostock, AIK, Belenenses og AGF.

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

HERRAKVÖLD FYLKIS 2019

Takið kvöldið frá FÖSTUDAGURINN 25.JANÚAR

Mætum og skemmtum okkur saman. 

Borðapantanir: herrakvöThis e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Íþróttafólk Fylkis var valið á gamlársdag.

Íþróttafólk Fylkis var valið á gamlársdag, 31 des 2018

Aron Snær Friðriksson, markmaður Úrvalsdeildarliðs Fylkis í Knattspyrnu. Aron stóð sig frábærlega í markinu með liðinu í sumar, en þetta var hans fyrsta tímabil í Pepsi deild. Aron var valinn í U-21 landsliðið í haust og þykir hann afar efnilegur. Aron er góður liðsmaður og afar góð fyrirmynd.

Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði Úrvalsdeildarliðs Fylkis í knattspyrnu. Berglind leiddi sitt lið til sigurs í Inkasso deildinni í síðasliðið sumar. Berglind er gríðarlega sterkur miðjumaður og öflugur leiðtogi. Hún hefur spilað með bæði U-17 og U-19 landsliðum. Berglind er afar mikilvægur hlekkur í liði meistaraflokks kvenna og góð fyrirmynd.

 

 

 


Villa
  • Error loading feed data