Mögnuð helgi framundan.

Kæru stuðningsmenn, foreldrar og Árbæingar allir, nær og fjær,

Lokaleikur okkar Fylkismanna í Inkasso deildinni er gegn ÍR næstkomandi laugardag, 23. September kl. 14:00 á Floridanavellinum.  Markmið okkar í ár var að fara beint aftur upp í Pepsi deildina, og höfum við náð því markmiði.  Ég vil skora á allt Fylkisfólk að mæta á leikinn gegn nágrönnum okkar og fagna árangrinum í sumar með okkar frábæru leikmönnum, þjálfurum og starfsmönnum liðsins, sem og öðrum vallargestum.  Fyllum stúkuna, verum jákvæð og höfum gaman ( í appelsínugulu, að sjálfsögðu ).

Kærar þakkir fyrir stuðninginn í sumar,

Stjórn Knattspyrnudeildar

Pepsi kvenna 
ÍBV - Valur 
Laugardagur kl 14:00

Inkasso 
Fylkir - ÍR 
Laugardagur kl 14:00

Minnum á Fylkisjakkana This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.