Handboltastelpurnar að gera það gott.

HSÍ hefur gefið út lista yfir æfingahópa yngri landsliða sem æfa helgina 28-30 september. Við hjá Fylki erum stolt af því að eiga 9 glæsilega fulltrúa í þessum hópum!

Í U19 landsliðið hafa verið valdar Hrafnhildur Irma Jónsdóttir og Margrét Einarsdóttir.

Ásthildur Bjarkadóttir, Elín Rósa Magnúsdóttir, Hanna Karen Ólafsdóttir, Katrín Tinna Jensdóttir og Selma María Jónsdóttir voru valdar í U17 landsliðið.

Að lokum voru Katrín Erla Kjartansdóttir og Svava Lind Gísladóttir valdar í U15 landsliðið.

Til hamingju stelpur!

Öruggur Fylkissigur

Fylkisstúlkur fengu U-lið Stjörnunnar í heimsókn í Fylkishöllina á föstudagskvöld. Stúlkurnar okkar sýndur glæsilegan varnarleik og höfðu góðan sigur með markatölunni 32-15.

Tímabilið byrjar vel hjá Fylkisstúlkum og eru þær með fullt hús stiga. Það sem af er tímabili hafa þær sýnt stórskemmtilegan sóknarleik og öflugan varnarleik og sýnt það að þrátt fyrir ungan aldur eiga þær fullt erindi á stóra sviðið.

Við hvetjum alla Fylkismenn til að fjölmenna á leiki liðsins í vetur og mynda öflugt stuðningsmannalið í stúkunni. Stelpurnar eru að bjóða upp á glæsilegan handbolta og eiga skilið að fá stemmningu í stúkuna eftir því!

Níu iðkendur Fylkis valdir á landsliðsæfingar!

HSÍ hefur gefið út lista yfir æfingahópa yngri landsliða sem æfa helgina 28-30 september. Við hjá Fylki erum stolt af því að eiga 9 glæsilega fulltrúa í þessum hópum!

Í U19 landsliðið hafa verið valdar Hrafnhildur Irma Jónsdóttir og Margrét Einarsdóttir.

Ásthildur Bjarkadóttir, Elín Rósa Magnúsdóttir, Hanna Karen Ólafsdóttir, Katrín Tinna Jensdóttir og Selma María Jónsdóttir voru valdar í U17 landsliðið.

Að lokum voru Katrín Erla Kjartansdóttir og Svava Lind Gísladóttir valdar í U15 landsliðið.

Til hamingju stelpur!

Sjá frétt hjá HSÍ: http://hsi.is/frettir/frett/2018/09/21/Yngri-landslid-l-Aefingahopar-yngri-landslida-helgina-28.-30.-september/

Fylkir Reykjavíkurmótsmeistari kvenna í handbolta

Fylkir Reykjavíkurmótsmeistari kvenna í handbolta

Fylkir tryggði sér sigur í Reykjavíkurmóti kvenna í kvöld í síðustu umferðinni þegar liðið sigraði ÍR í Austurbergi með 29 mörkum gegn 27 mörkum ÍR. Þetta var úrslitaleikur mótsins, því fyrir leikinn voru Valur og Fylkir bæði með sex stig og ÍR með fjögur stig í 3. sæti. Fylkir átti þó leik til góða á Val sem hafði spilað alla leiki sína, unnið þrjá og tapað einum. Fyrr í kvöld áttust Víkingur og Fjölnir við í Víkinni og því var leikur Fylkis og ÍR lokaleikur mótsins.
Fylkir leiddi í hálfleik 17-12 en Fylkisstúlkur sýndu mikla baráttu og átti Margrét Einarsdóttir markvörður stórleik í kvöld, að öllum öðrum ólöstuðum.
Þegar tíu mínútur voru eftir var staðan 28-18 fyrir Fylki og forskotið orðið nokkuð gott en þá gáfu ÍR-ingar heldur betur í og náðu að minnka forskotið um fimm mörk á jafnmörgum mínútum. ÍR-ingar náðu að saxa verulega á forskotið en komust ekki lengra en tvö mörk þegar flautað var til leiksloka.
Við óskum stelpunum og þjálfaranum Ómari Erni innilega til hamingju með titilinn og verðskuldaðan sigur í leiknum. Vel gert hjá þeim!
Áfram Fylkir!
#fylkirhandbolti
#arbaejarinsbesta


Villa
  • Error loading feed data