Íslandsmeistarar 2017!

Íslandsmeistaramót unglinga fór fram á sunnudag og var Fylkir með 16 keppendur á mótinu. Mótið fór vel fram og gekk okkur ljómandi vel þar sem við vorum með keppendur í öllum úrslitum og unnum 7 af 9 mögulegum Íslandsmeistaratitlum. Fylkir vann einnig félagabikarinn ellefta árið í röð.

Verðlaunahafar frá Fylkir á ÍM Unglinga.

Kumite drengja 12 ára:
Andri Blær Kristjánsson 1.sæti

Kumite drengja 13 ára:
Arnór Ísfeld Snæbjörnsson 2.sæti

Kumite pilta 14-15 ára -63KG:
Samuel Josh Ramos 1.sæti
Daníel Aron Davíðsson 2.sæti

Kumite pilta 14-15ára +63KG:
Hrannar Arnarsson 1.sæti

Kumite pilta 16-17 ára:
Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson 1.sæti

Kumite stúlkna 14-15 ára:
Lóa Finnsdóttir 1.sæti

Kumite stúlkna 16-17 ára:
Iveta Ivanova 1.sæti

Kumite telpna 12 ára:
Viktoría Ingólfsdóttir 1.sæti
Sara Valgerður Óttarsdóttir 2.sæti

Kumite telpna 13 ára:
Ísold Felixdóttir 2.sæti

 

kar3

Æfingar karatedeildar í vetur

Æfingar karatedeildar byrja um næstu mánaðarmót samkvæmt meðfylgjandi töflu. Framhaldshóparnir byrja 30.08.2017, byrjendur byrja 04.09.2017 og Mini karate byrjar 07.09.2017 og er 10 skipta námskeið.

Skráning er hafin á heimasíðu Fylkis

karate 2017

 

Fylkir Íslandsmeistari 10 árið í röð!

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í kumite Í Fylkissetrinu, Norðlingarholti, í umsjón Karatedeildar Fylkis. Karatedeild Fylkis átti mjög góðan dag á unglingamótinu eins og undanfarin ár og stóð uppi sem sigurvegari 10 árið í röð og er því Íslandsmeistari félaga í kumite unglinga.  Góð þátttaka var á mótinu, um 60 keppendur frá 9 félögum frá aldrinum 12-17 ára.